Reebok Skilmálar

Skilmálar

Reebok netverslunin er auðveld og fljótleg, það eina sem þú þarft að gera er að finna þér vöru, velja stærðina á henni, setja hana í körfuna og velja sendingaferlið. Við erum með 3 leiðir og þú velur þá leið sem hentar best, (nánar um sendingarmáta má finna hér að neðan). Næsta skref er greiðslumátinn (greiðsluvalmöguleikar eru hér að neðan). Um leið og greiðslan er komin í gegn förum við í að vinna vöruna þína. Ef varan er uppseld er haft samband við þig og við finnum aðra vörur fyrir þig eða endurgreiðum þér að fullu.

 

Greiðslumöguleikar

Boðið er uppá að greiða með greiðslukortum frá Visa, Amex,Eurocard/Mastercard, sem fer allt í gegnum Borgun. Við bjóðum einnig uppá að greitt sé með netgíró, en þá þarf að skrá sig inn á www.netgiro.is með kennitölu og lykilorði. Þegar gengið hefur verið frá kaupum mun reikningur frá Netgíró birtast í netbanka þínum með allt að 14 daga vaxtarlausum greiðslufresti. 

Eftir að greiðsla hefur verið staðfest færðu póst um að greiðslu sé lokið.

 

Upplýsingar um fyritækið

Sportmenn ehf er umboðsaðili fyrir Adidas og Reebok vörur á Íslandi, kt 560891-1219, 

Faxafen 7, 108 Reykjavik.

 

Skil og endurgreiðsla

Ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki ánægð/ur með vörurnar sem þú hefur keypt í netverslun Reebok þá geturðu skilað þeim til okkar með því að senda vöruna til baka í Sportmenn, Faxafeni 7, 108 Reykjavik, innan 14 daga frá móttöku og fengið vöruna endurgreidda innan 30 daga. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. 

Til þess að hægt sé að skila þarf varan að vera ónotuð, í upprunalegum umbúðum, verðmiðar áfastir og varan heil.

 

Sendingarmátar

Allar vörur hjá okkur eru afgreiddar samdægurs ef pöntun berst fyrir kl 15 alla virka daga. Starfsfólk Reebok vinnur hörðum höndum til að varan verði komin til þín sem allra fyrst eða innan 48 tíma. Ef pantað er um helgi, fer pöntunin frá okkur fyrsta virka dag.

 

Afhending á vörum frá okkur fer í gegnum Íslandspóst, valið er þitt hvernig þú vilt nálgast vöruna.

 

Frí heimsending og varan er komin heim til þín innan 48 tíma.

 

Ef þú óskar eftir að sækja vöruna til okkar, þá sendum við þér tölvupóst um leið og varan er tilbúin til afhendingu í verslun GÁP.

 

 

Póstboxið er ný leið til að nálgast pakkana þína þegar þér hentar, alla daga ársins á hvaða tíma sem er. Póstboxin eru á 7 stöðum á höfuðborgarsvæðinu: 

101- Viðir, Sólvallagötu

101- 10-11 Barónstíg

104- Olís Álfheimum 

109- Nettó

110- Húsgagnahöllin Bíldshöfða

201- Smáralind

210- Olís, Hafnarfjarðarvegi

220- Atlantsolía Kaplakrika

Veldu þitt póstbox og þú færð sms þegar varan er komin í póstboxið. Varan geymist í póstboxinu í 3 sólahringa.

 

Sendlaþjónusta Íslandspósts er einnig í boði ef þú óskar eftir að fá sendinguna samdægurs á höfuðborgarsvæðinu. Kaupandi greiðir 1.820.- kr

 

Ef þú vilt fá vöruna í annari stærð og eftirfarandi vara er til á lager þá sendir þú vöruna til okkar í Faxafen 7, 108 Reykjavík þér að kostnaðalausu, eða komið í GÁP, Faxafen 7. Varan skal vera ónotuð og í upprunalegu ástandi,

 

Vimsamlega athugið við sendum einungis innanlands.